top of page

Stefna í málefnum aldraðra


Við, frambjóðendur á Íbúalistanum, gleðjumst yfir því að umræðan síðustu daga hafi orðið til þess að núverandi meirihluti ætli að fara að snúa sér að málefnum eldri borgara. Fara af stað í að marka sér stefnu í málaflokknum og styrkja faglegt starf eins og nafnlaus höfundur lýsir ágætlega í grein á heimasíðu sveitarfélagins. Okkur þykir þó skjóta skökku við að leggja af stað í þessa vegferð núna í blálok kjörtímabilsins þegar núverandi meirihluti hefur haft fjögur ár til að uppfylla fyrsta loforð sitt frá síðustu kosningum í málaflokki aldraðra sem var að: ,,Stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu”.



Höfundur greinarinnar sem birtist nafnlaust á vef Ölfus gleymir hinsvegar að taka fram að bæjarstjóri, ásamt öðrum oddvitum og sveitarstjórum, sitja í nefnd (NOS) sem ber ábyrgð á byggðarsamlaginu sem Skóla- og velferðarþjónustan er. Einnig láðist viðkomandi að nefna í sínum útúrsnúningum að skipulagið er þannig að f​orstöðumaður Skóla- ogvelferðarþjónustunnar er faglegur yfirmaður starfsmanna velferðarþjónustu en starfsmenn heyra undir það sveitarfélag sem þeir hafa starfsstöð á. Þannig ætti það að vera alveg skýrt að ábyrgðin á því að Nían hafi verið án forstöðumanneskju í að verða heilt ár liggur hjá sveitarfélaginu.


Raunveruleikinn


Stækkunin á Níunni sem rætt var um í grein Sjálfstæðisflokksins á Hafnarfréttum í síðustu viku, var þegar komin á teikniborðið hjá fyrrum bæjarstjórn og annað sem talið var upp tengdist meira og minna allt steinsteypu. Raunverulega vandamálið í málefnum eldri borgara kom fram á vel sóttum, málefnalegum opnum fundi í síðustu viku. Notendur þjónustunnar finnst þau óörugg, að þeim sé ekki sinnt eins og til þarf og að þau séu ekki mikils virði.


Leiðréttingar


Við viljum leiðrétta ákveðnar rangfærslur.


Það hefur enginn komið fram af óheiðarleika af hálfu Íbúalistans. Hið rétta er að hefði núverandi meirihluti haft áhuga á að halda áfram að vinna með tillögur Hollvinafélagsins sem ganga út á það að setja 2-4 hjúkrunarrými á Níuna, þá hefðu þau geta gert það. Hollvinafélagið ásamt þáverandi bæjarstjóra fór á fund HSU og óskuðu eftir þeim 15 milljónum sem þau höfðu fengið frá heilbrigðisráðuneytinu til þess að þróa þessar hugmyndir áfram. Það gekk ekki og kjörtímabilið entist ekki til þess að ganga frekar á eftir þessu verkefni.


Gerum betur


Íbúar hafa kallað eftir umræðu um stefnumál í stað neikvæðrar umræðu. Það vill þannig til að í lýðræðislegu samtali í aðdraganda kosninga þá er óhjákvæmilegt að rætt sé um það sem betur megi fara í samfélaginu. Ef hamingjan á áfram að eiga póstnúmer í sveitarfélaginu Ölfusi þarf að skoða með gagnrýnum augum hvað betur megi fara. Það eru ekki allir jafn ánægðir með áherslur á núverandi kjörtímabili og það þarf að horfast í augu við það. Aðeins þannig er hægt að gera betur.


Stefnumál Íbúalistans í málefnum eldra fólks


Til þess að verða við bón íbúa langar okkur á Íbúalistanum að deila því með ykkur hvað við viljum gera í málefnum eldra fólks. Stefnumál Íbúalistans eru meðal annars að:

  • Móta heildræna stefnu í málefnum eldra fólks í samvinnu við hagsmunaðila. Út frá stefnunni verður unnin framkvæmdaáætlun þar sem verkefni eru skilgreind og tímasett.

  • Fylgja eftir vinnu Hollvinafélagsins og leita leiða til að búa til hjúkrunarrými á Níunni í samstarfi við rétta aðila.

  • Ráða strax stjórnanda á Níuna með menntun og reynslu við hæfi.

  • Sólarhringsvöktun á Níunni haustið 2022.

  • Auka aðkomu sveitarfélagsins að félagsstarfi eldri borgara.


Enn og aftur viljum við á Íbúalistanum hvetja íbúa til að taka þátt í samtalinu á næstu vikum. Íbúalistinn verður með opna málefnafundi með góðum gestum alla sunnudaga og við fleiri tilefni. Dagskrá verður auglýst.


Þá langar okkur að skora á alla til að fylgjast vel með framboðunum þremur sem eru öll komin á facebook og instagram og hvetjum ykkur þannig til að ganga vel upplýst til kosninga 14. maí.


Íbúalistinn á Facebook

Íbúalistinn á Instagram


Framfarasinnar á Facebook

Framfarasinnar á Instagram


Sjálfstæðisflokkur á Facebook

Sjálfstæðisflokkur á Instagram


Fyrir hönd frambjóðenda á Íbúalistanum

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Böðvar Guðbjörn Jónsson

Sigfús Benóný Harðarson

Berglind Friðriksdóttir

Hrafnhildur Lilja Harðardóttir

145 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page